Við seljum eingöngu lín úr 100% bómull.
Línið sem við seljum er frá Þýskum framleiðanda Zollner, allur frágangur er skv. Þýskum gæðastöðlum á líni fyrir Hótel,veitingahús, gistiheimili, dvalarheimili og heilsugæslustofnanir.
Allar stærðir og málsetnigar eru staðlaðar EU stærðir.
Bómull er 100% náttúrulegt efni, keypt á heimsmarkaði og kemur frá stærsu og bestu framleiðendum í heimi.
Meðhöndlun og spuni er skv. Evrópskum gæðastöðlum unnin í Tyrklandi í verksmiðjum Zollner.
Zollner leggur allan sinn metnað í að öll meðhöndlun og aðstæður starfsfólks sé skv. bestu kröfum innan EU.
Saumavinna er unnin í saumastofum Zollner í Þýskalandi undir þýsku gæðaeftirliti.
Helstu gæðaflokkar bómullar
Bómull (cotton) er unnin úr fræhárum bómullar jurtarinnar.
87% af bómull á heimsmarkaði er svokölluð Amerísk bómull.
Bómullar silkidamansk: Fínni og lengri hár bómullar þráðanna eru unnin úr fræhárunum, gefur mjúka fínlega áferð
Mako-bómull: er unnin úr bómull með lengri og fínlegri hárum en almennt gerist, þessi bómull er um 8% af heimsmarkaði, líka kölluð Egypsk eða Sea-island bómull. Afar fínleg áferð. Gæðavara.
Bómullar silkisatín: er unnin fínustu fræhárum jurtarinnar, dúkur er spunnin með sérstakri aðferð sem gefur dúnamjúkt efni með silkiáferð. Bestu gæði.
100% gæðabómull þolir allar þvottameðferðir, línið okkar er úr óhleyptu efni og málsetningar miðast við að línið fá suðumeðferð á 80-95°C í að minnsta 3svar sinnum til að efnið nái réttum málum og mýkt. Öll gæða bómull hleypur um 10% við suðu.
Allir litir sem Zollner notar er Perma-colour litir og þola suðu og öll bleikiefni.
Zollner notar grömm á fermeter gr/m2 oftast kallað gsm til að gefa til kynna þyngd og þéttleika lín-dúks sem þeir nota.
Samkvæmt eldri stöðlum er notað fjöldi þráða á ótilgreindu svæði, gallin við þetta kerfi er að framleiðandi getur sjálfur valið stærð málsvæðis og lengd þráðar og samanburður milli framleiðanda er þvi villandi.